fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kínverskt geimfar lenti á bakhlið tunglsins í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 06:33

Mynd: Twitter/CGTN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska geimfarið Chang‘e-4 lenti á bakhlið tunglsins í gærkvöldi að sögn kínverskra fjölmiðla. Með þessu ætla Kínverjar að láta að sér kveða í geimferðasögunni en þetta er í fyrsta sinn sem geimfari er lent á bakhlið tunglsins, hliðinni sem snýr alltaf frá jörðu. Geimfarið á að gera ýmsar rannsóknir og rannsaka ósnerta og órannsakaða bakhliðina. Þetta er hluti af verkefni sem Kínverjar hafa unnið að árum saman.

Kínverskir sérfræðingar ræða um að senda menn til tunglsins á þessu ári eða því næsta og taka geimstöð í gagnið á sama tíma.

Eitt af markmiðunum með tungllendingunni er að sýna að Kína sé land þar sem mikill hagvöxtur er og að tæknileg sérfræðikunnátta sé á háu stigi. Þetta á að sýna að kommúnistaflokknum hafi tekist að koma landinu út úr fátækt og til velmegunar.

Bakhlið tunglsins hefur aldrei verið rannsökuðu en lítill hópur bandarískra geimfara hefur barið hana augum en þeir sáu hana þegar geimför þeirra voru á braut um tunglið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?