fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Hápólitískir tónleikar U2 í Kaupmannahöfn í gærkvöldi: Bono klökknaði– Myndbönd

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. september 2018 15:00

Bono brá sér í líki Jimmie Åkeson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska rokksveitin U2 er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og í gærkvöldi var komið að fyrri tónleikum sveitarinnar í Kaupmannahöfn en þeir síðari verða í kvöld. U2 hafði ekki spilað í Kaupmannahöfn síðan 2005 en hélt tónleika í Horsens 2010. Tónleikarnir voru í Royal Arena á Amager og seldust allir 17.000 miðarnir upp á nokkrum mínútum þegar þeir fóru í sölu í janúar. Óhætt er að segja að tónleikar gærkvöldsins hafi verið hápólitískir en það er svo sem ekki óvanalegt þegar U2 á í hlut enda hljómsveitin, sérstaklega Bono, þekkt fyrir sterkar skoðanir á heimsmálunum.

Eins og alltaf hjá U2 var sviðið og öll tæknivinna framúrskarandi og mikið lagt í allt. Stórsveitin lét bíða eftir sér á svið en þegar hún steig loks á stokk 20 mínútur yfir átta ætlaði allt að ærast í Royal Arena. En áður en U2 hóf kvöldið með laginu Blackout var áhrifamikið myndband sýnt á risaskjám í salnum. Undir dynjandi takti og upplestri, sem var samsettur með rödd Charlie Chaplin, var varað við uppgangi popúlista og þjóðernissinna víða um heim sem og uppgangi einræðisherra. Kannski var engin tilviljun að undir þessu birtust myndir af Erdogan (Tyrklandsforseta), Pútín (Rússlandsforseta) og Donald Trump (Bandaríkjaforseta) auk fleiri umdeildra þjóðarleiðtoga.

Síðan hófst tónlistarflutningurinn og stóð sveitin á sviðinu samfleytt í nær tvær og hálfa klukkustund. Inn á milli laga spjallaði Bono við áheyrendur og vék að ýmsu. Hann sagði að yfirstandandi tónleikaferð sé einhverskonar uppgjör sveitarinnar við sjálfa sig þar sem þeir hafi á ákveðnum tímapunkti áttað sig á að þrátt fyrir að sveitin væri besta rokkhljómsveit heims þá væru þeir fjórmenningarnir engar hetjur. Hetjurnar væru slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir sem sinna álíka störfum sem eru nauðsynleg til að samfélagið geti virkað sem skal. Þeir félagarnir hafi verið orðnir góðir með sig en fyrir því hafi ekki verið neitt undirlag, þeir væru bara fjórir venjulegir Írar sem búi til tónlist, séu ekki hetjur.

Danskir stjórmálamenn fengu sinn skammt hjá Bono sem gagnrýndi þá harðlega fyrir að hafa sett lög sem heimila að verðmæti séu tekin af flóttamönnu, skartgripalögin svokölluðu. Enn harkalegri var gagnrýnin á Jimmie Åkeson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna, en Bono brá sér nánast í líki kölska og heilsaði að nasistasið þegar hann vék orðum að honum. Flóttamannamálin voru Bono einnig hugleikin og það var einnig uppgangur popúlista í Evrópu og hættan á að Evrópusambandið liðist í sundur. Bono minnti á að ESB hefði að markmiði að tryggja frið og stöðugleik í Evrópu og það hefði sambandinu tekist enda hefur verið óvenjulega friðsamt í álfunni síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.

Þegar fimmta lag kvöldsins, Beautiful Day, var leikið klöknaði Bono þegar áhorfendur í sætum tóku upp spjöld og mynduðu írsku og dönsku þjóðfánana sitt hvorum meginn í húsinu. Þetta hafði verið skipulagt af aðdáendaklúbbi U2 í Danmörku og vissi hljómsveitin ekkert um þetta fyrir tónleikana.

Hér er lagalisti kvöldsins, í þeirri röð sem lögin voru leikin:

The Blackout

Lights of Home

I Will Follow

All Because Of You

Beautiful Day

The Ocean

Iris (Hold Me Close)

Cedarwood Road

Sunday Bloody Sunday

Until The End Of The World

Elevation

Vertigo

Even Better Than The Real Thing

Acrobat

You‘re the Best Thing About Me

Summer of Love

Pride (In The Name Of Love)

Get Out of Your Own Way

New Year‘s Day

City Of Blinding Lights

Eftir uppklapp tók sveitin síðan þrjú aukalög sem voru:

One

Love Is Bigger Than Anything in Its Way

13 (There is a Light)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi