fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Er líf eftir dauðann? Segist hafa hitt guð sjálfan þegar hann dó næstum því

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af þeim spurningum sem lengi hefur leitað á okkur mennina er hvort það sé líf eftir dauðann. Margir virðast eiga erfitt með að sætta sig við að ekkert taki við að jarðlífinu loknu og eru þess fullvissir að eitthvað annað bíði okkar eftir dauðann.  Af þessum sökum leita margir í trú enda boða mörg trúfélög líf eftir dauðann og hafa jafnvel ákveðnar hugmyndir um hvað tekur við í næsta lífi. Aðrir eru fullir efasemda eða bara fullvissir um að ekkert taki við að jarðlífinu loknu.

En hvað sem þessu líður þá telja margir sig hafa séð eða upplifað að líf er eftir dauðann þegar þeir dóu næstum því sjálfir. Á vefsíðunni nderf.org, Near Death Experience Research Foundation, er slíkum frásögnum safnað saman og þær birtar. Meðal þeirra er frásögn manns sem varð fyrir hrottalegri hnífaárás 1976 og var ekki hugað líf en lungu hans sködduðust mikið og fleiri innri líffæri. Maðurinn er kallaður Michiel W.

Samkvæmt frásögn hans var hann skilinn eftir helsærður en miskunarsamur maður hafi komið að honum og komið honum á sjúkrahús. Í bílnum „yfirgaf hann líkamann og fann fyrir návist guðs“.

„Ég sá bílinn fyrir neðan mig og síðan tók ég eftir ljósinu. Þetta var stærsta, skærasta og mest umlykjandi ljós allra tíma. Ég áttaði mig á að það er enginn skuggi í návist Hans. Ég dróst að uppsprettu birtunnar eins og ég væri í göngum.“

Hann segist síðan hafa heyrt rödd guðs sem spurði hann hvort hann væri reiðubúinn til að halda áfram og fara í það sem tekur við eftir dauðann eða hvort hann vildi halda áfram að lifa. Hann sagði guði að hann væri ekki reiðubúinn til að takast á við dauðann sagði hinn guðlega rödd að hans sögn:

„Ekki hafa áhyggjur, þetta verður allt í lagi.“

Michiel er ekki fyrsta manneskjan sem hefur sagt frá upplifun sinni af guði á dánarbeðinu. Aðrir hafa lýst ferð í gegnum tíma og rúm þar sem þeir hafi öðlast mikla vitneskju í dýpstu og dimmustu hornum alheimsins. Aðrir hafa skýrt frá heitu ljósi og röddum þegar sálin yfirgaf líkamann.

Frásagnir sem þessar eiga það sameiginlegt að fólkið segist ekki hafa dáið heldur hafi það næstum því dáið, svokölluð nær-dauða lífsreynsla. Lífsreynslu sem þessari tengist oft tilfinning um að svífa, að sjá ljós og heyra raddir á meðan viðkomandi er í hjartastoppi eða öðrum aðstæðum þar sem dauðinn er mjög nærri.

Í fjögurra ára langri rannsókn, sem var gerð á 15 sjúkrahúsum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Austurríki, kom í ljós að 39 prósent þeirra 140 sjúklinga sem fengu hjartaáfall höfðu óljósar minningar um tímann sem þeir voru meðvitundarlausir. Í greiningu, sem NHS Choices gerði, á rannsókninni kemur fram að á dánarbeðinu geti fólkið hafa verið með einhverskonar meðvitund ef heili þess hafi fengið nægilegt súrefni á meðan.

„Í heildina koma engar sannanir fram í þessari rannsókn sem styðja að líf sé eftir dauðann, aðeins að þegar fólk er nærri dauðanum getur það átt eftirminnilegar minningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið