fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

15 ára stúlka lokkaði nasista til fylgilags við sig og myrti þá síðan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 21:25

Freddie Oversteegen. Mynd:National Hannie Schaft Foundation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freddie Oversteegen var aðeins 14 ára þegar Þjóðverjar réðust inn í Holland í maí 1940 og hernámu landið. Ásamt móður sinni, sem var kommúnisti, og systur dreifði hún flugritum, sem beindust gegn Þjóðverjum, til almennings. Mæðgurnar földu einnig gyðinga í íbúð sinni í bænum Haarlem.

Ári eftir hernámið hafði einn af leiðtogum hollensku andspyrnuhreyfingarinnar samband við móður Freddie og bað um leyfi til að fá Freddie og systur hennar, Truus, til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Móðirin veitti samþykki fyrir því án þess að vita hvað systurnar ættu að gera.

Í samtali við History.com sagði Freddie síðar að þær hefðu síðar fengið að vita að þær ættu að læra að skemma brýr og járnbrautarteina. Þær áttu einnig að læra að skjóta svo þær gætu drepið nasista.

Ásamt þriðju stúlkunni, Hannie Schaft, mynduðu stúlkurnar þrjár eina kvennahópinn, innan hollensku andspyrnuhreyfingarinnar, sem drap nasista. Þær hjóluðu um götur Haarlem, með skammbyssur í körfum sínum, og leituðu að nasistum sem þær gætu skotið. Á kvöldin puntuðu þær sig og fóru á bari þar sem þær ginntu þýska hermenn til lags við sig og spurðu hvort þeir vildu fara með þeim út í skóg. Skógarferðirnar enduðu þó aldrei með kossi heldur með skammbyssuhvellum.

„Við tókum þá af lífi. Við neyddumst til að gera það. Það var slæmt en nauðsynlegt að drepa þá, þeir sviku gott fólk.“

Sagði Freddie í samtali við Washington Post.

Systurnar lifðu stríðið af en Hannie Schmidt var handtekin og tekin af lífi af nasistum þremur vikum fyrir stríðslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi