fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 04:48

Brett Kavanaugh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þingmenn repúblikana krefjast þess nú að atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings um útnefningu Brett Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara verði frestað. Þeir vilja að atkvæðagreiðslunni verði frestað þar til Christine Ford, sem bar Kavanaugh þungum sökum í viðtali við The Washington Post í gær, hefur borið vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar.

Ford, sem er prófessor í sálfræði við háskóla í Kaliforníu, sagði í viðtalinu að hún hafi verið í sama menntaskóla og Kavanaugh þegar hann beitti hana ofbeldi. Þetta segir hún að hafa gerst í samkvæmi þegar hún var 15 ára en hann 17. Hún sagði að hann hafi haldið henni fastri niður í rúm og reynt að afklæða hana og hafi haldið fyrir munn hennar þegar hún reyndi að öskra.

„Ég óttaðist að hann gæti drepið mig. Hann reyndi að yfirbuga mig og afklæða mig.“

Sagði hún í samtali við blaðið.

Þingmenn demókrata voru ekki lengi að taka við sér og kröfðust frestunar á atkvæðagreiðslunni um útnefningu Kavanaugh. Demókratar eru á móti útnefningu Kavanaugh en repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni, hafa 51 þingmann á móti 49 þingmönnum demókrata.

Samkvæmt áætlun á að greiða atkvæði um útnefningu Kavanaugh á fimmtudaginn og síðan á öldungadeildin að fara í frí. En þetta gæti allt verið í uppnámi því Jeff Flake og Bob Corker, sem eru að láta af þingmennsku fyrir repúblikanaflokkinn, hafa nú tekið undir með demókrötum og krefjast frestunar á atkvæðagreiðslunni. Þar með er meirihluti fyrir frestun atkvæðagreiðslunnar.

The Washington Post hefur eftir Flake að hann telji að ekki eigi að greiða atkvæði um útnefninguna fyrr en Ford hefur komið fyrir dómsmálanefndina og málið hefur verið rannsakað betur. Hann situr sjálfur í dómsmálanefndinni og er einn mesti gagnrýnandinn innan repúblikanaflokksins á Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur