Hermennirnir tilheyra herdeildum sem eru staðsettar í austur- og miðhluta landsins. Auk þess tekur Norðurflotinn þátt. Einnig taka fallhlífahermenn þátt og langdrægar flugvélar og flutningaflugvélar verða notaðar auk stjórnstöðva. Hermenn frá Kína og Mongólíu munu einnig taka þátt.
Sjojgu segir að fólk geti ímyndað sér að flytja eigi 36.000 hernaðarlegar einingar til á sama tíma, þetta séu skriðdrekar, brynvarin ökutæki, ökutæki fótgönguliðsins og fleiri einingar. Markmiðið sé að setja upp aðstæður sem séu eins nærri því að líkjast raunverulegum átökum og hægt er.
Æfingin er sú stærsta sinnar tegundar síðan Zapad-81 æfingin var haldin 1981 af gömlu Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Þá tóku rúmlega 100.000 hermenn þátt.
Megnið af æfingunum mun fara fram í Tsugol sem er um 150 km frá landamærum Kína og Mongólíu.