fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

300.000 hermenn taka þátt í stærstu heræfingu Rússa síðan kalda stríðinu lauk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 20:30

Ökutæki frá rússneska hernum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófst heræfingin Vostok-2018 sem rúmlega 300.000 rússneskir hermenn taka þátt í. Þetta er umfangsmesta heræfing Rússa frá lokum kalda stríðsins. Þetta segir Sergej Sjojgu varnarmálaráðherra.

Hermennirnir tilheyra herdeildum sem eru staðsettar í austur- og miðhluta landsins. Auk þess tekur Norðurflotinn þátt. Einnig taka fallhlífahermenn þátt og langdrægar flugvélar og flutningaflugvélar verða notaðar auk stjórnstöðva. Hermenn frá Kína og Mongólíu munu einnig taka þátt.

Sjojgu segir að fólk geti ímyndað sér að flytja eigi 36.000 hernaðarlegar einingar til á sama tíma, þetta séu skriðdrekar, brynvarin ökutæki, ökutæki fótgönguliðsins og fleiri einingar. Markmiðið sé að setja upp aðstæður sem séu eins nærri því að líkjast raunverulegum átökum og hægt er.

Æfingin er sú stærsta sinnar tegundar síðan Zapad-81 æfingin var haldin 1981 af gömlu Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Þá tóku rúmlega 100.000 hermenn þátt.

Megnið af æfingunum mun fara fram í Tsugol sem er um 150 km frá landamærum Kína og Mongólíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Í gær

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi