fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Lögmaður Trump viðurkennir lögbrot – Trump gaf honum fyrirmæli um að fremja lögbrot – Hvað gerir þingið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 07:57

Michael Cohen fyrrum lögmaður Donald Trump. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf lögmanni sínum, Michael Cohen, fyrirmæli um að greiða tveimur konum háar fjárhæðir til að þær myndu ekki skýra frá meintum ástarsamböndum sínum við Trump. Þetta gerðist í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þetta kom fram fyrir rétti í New York í gær þar sem Cohen játaði fjölda brota en hann hafði gert samning við ákæruvaldið til að fá ekki eins þunga refsingu og ella.

Cohen sagði að nokkrum vikum fyrir forsetakosningarnar hafi Trump fyrirskipað honum að greiða konunum fyrir þögn þeirra. Cohen var sagt að hylja slóð peninganna en markmiðið með greiðslunum var að koma í veg fyrir að konurnar skýrðu frá meintum ástarsamböndum sínum við Trump en það hefði getað haft mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna ef málin hefðu komið fram í dagsljósið. Greiðslurnar stríða gegn lögum um kosningabaráttu í Bandaríkjunum.

Ef þetta er rétt sem Cohen sagði fyrir dómi þá er hægt að ákæra Trump fyrir að hafa brotið kosningalög en það geta saksóknarar ekki því þeir geta ekki ákært sitjandi forseta, það er aðeins meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem getur ákært forsetann. Nú vill svo til að flokkur Trump, repúblikanaflokkurinn, er í meirihluta í deildinni og á meðan svo er verður Trump ekki ákærður.

Meirihlutinn er í hættu

En meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni gæti verið í hættu því kosið verður til þings í nóvember, þar á meðal um öll sætin í fulltrúadeildinni. Skoðanakannanir benda til að demókratar eigi góða möguleika á að ná meirihluta á nýjan leik í deildinni. Þá gæti staðan gjörbreyst og meirihlutinn gæti ákveðið að skoða þetta mál nánar.

Málið er mjög slæmt fyrir Trump, ekki aðeins lagalega heldur einnig pólitískt. Hvað munu kjósendur segja um þessar upplýsingar? Munu þær hafa áhrif á kosningarnar í nóvember?

Játning Cohen, sem tengist einnig ýmsum mismunandi efnahagsbrotum, þýðir ekki nauðsynlega að hann hafi samið við saksóknara um að vinna með honum að því að rannsaka mál Trump. En ef svo er þá gæti Trump verið í mjög slæmum málum. Það að Cohen hefur nú rofið þögn sína og tryggð við Trump er mikið hættumerki fyrir Trump.

Hugsanlega verður Cohen kallaður fyrir þingið til að bera vitni um mál Trump en einnig getur komið til greina að hann semji við Robert Mueller sem stýrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa.

Cohen var lögmaður Trump um árabil og þekkir því væntanlega mörg leyndarmál hans mjög vel og því væri mikill fengur fyrir Mueller að semja við Cohen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga