Búist er við því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ráði sér nýjan aðstoðarmann áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarfrí.
Sigmundur Davíð hefur rétt á að því að ráða sér aðstoðarmann sem formaður Miðflokksins. Jóhannes Þór Skúlason, sem var um árabil aðstoðarmaður Sigmundar, er hættur og tekinn við sem framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Innan Miðflokksins hugsa ýmsir sér gott til glóðarinnar, en Sigmundur Davíð heldur spilum þétt að sér og hefur ekki tekið ákvörðun enn.