fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Er ferðamannabólan sprungin?

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 20:42

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er mánudagurinn 9. júlí 2018 dagurinn sem íslenska ferðamannabólan sprakk formlega? Þetta er spurningin sem margir hafa spurt sig að í dag eftir afkomuviðvörun Icelandair sem leitt hefur til þess að hlutabréf í félaginu gjörsamlega hrundu í verði við opnun markaða í morgun. Var það einnig gert á Kafistofunni í morgun.

Skýring Icelandair á snarminnkandi tekjum er sú að Ísland sé ekki lengur samkeppnishæft vegna verðlags og gengis. Miklar afbókanir séu farnar að bíta og ekki sjái fyrir endann á þeim ósköpum.

Þessi tíðindi — sem staðfest eru í afkomu Icelandair — eru tilfinning sem aðilar í ferðaþjónustu hafa upplifað sterkt undanfarið. Allsstaðar eru nú hótelherbergi laus, veitingastaðir eru hálftómir og afþreyingarfyrirtæki finna fyrir miklum samdrætti.

Þótt farþegatölur sýni enn fjölgun ferðamanna felst það aðallega í farþegum sem millilenda í Leifsstöð. Slíkir ferðamenn koma ekki inn í landið til að eyða gjaldeyri og skekkja því alla mynd.

Tilkynningin frá Icelandair og fjórðungshrun hlutabréfa í félaginu eru því staðfesting á nýjum veruleika. Því er nú spáð að hætt sé við að mörg fyrirtæki lifi ekki haustið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?