fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Það sem hefur ekki komið fram – Steingrímur og Pia áberandi tvo daga í röð á forsíðu Alþingis í apríl

Pressan
Mánudaginn 23. júlí 2018 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Kaffistofunni er rætt um að enn er tekist á um komu Piu Kjærsgaard til Íslands. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG voru gestir Sprengisands á sunnudagsmorgun. Þórhildur Sunna sagði þá enn og aftur að ekki hefði verið haft samráð við flokk Pírata um komu hins umdeilda stjórnmálamanns en þingflokkur Pírata ákvað að sniðganga fundinn. Allir voru gapandi hissa og enginn var meira hissa en Píratar.

Píratar vildu fyrst meina að koma Piu hefði ekki verið auglýst nema í lítilli athugasemd í tilkynningu. Þá sagði Þórhildur Sunna að í fundargerð síðan í ágúst hefði verið ritað að mögulega myndi Pia flytja ávarp en spurningarmerki verið á eftir nafni hennar eins og það væri nú ekki alveg ákveðið. Steingrímur hefur útskýrt það á þann hátt að á þeim tíma hefði verið langt í fundinn og því ekki vitað með vissu hvort Pia ætti heimangengt. Þá er rétt að taka fram að á Kaffistofunni í dag ætlum við ekki að fjalla um hvort það hafi verið mistök að fá þessa konu til að halda ræðu. Það sjá allir að það var misheppnað. En á Kaffistofunni höfum við hér skjáskot sem sýnir svart á hvítu að það stóð á forsíðu Alþingis að Steingrímur og Pia hefðu rætt fyrirhugaða dagskrá og það var í tvo daga fyrir allra augum.

Leggjum nú allt hér að ofan töldu til hliðar og að Píratinn Jón Þór hafi verið í nefndinni með Steingrími og fleirum sem vitna um að allt hafi verið uppi á borðum, en já, leggjum það til hliðar. Það vill nefnilega svo til að á vef Alþingis var birti fréttatilkynning með mynd af Steingrími og Piu Kjærsgaard í apríl. Um það hefur verið fjallað. Það er rétt að leggja áherslu á það að þessi fréttatilkynning var birt á besta stað á vef Alþingis. Á forsíðu. Steingrímur og hinn skelfilega Pia. Brosandi. Og í fréttinni stóð að hún myndi flytja ávarp. Myndin blasti við öllum sem opnuðu vefinn 20. apríl.

Segjum nú sem svo að kannski var enginn í Pírataflokknum á netinu þennan dag. Kannski nenntu þeir ekki að fylgjast með hvað var að gerast á heimasíðu vinnustaðarins. Kannski voru þeir uppteknir við að láta gott af sér leiða á öðrum vígstöðvum.

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

Og daginn eftir 21. apríl voru Steingrímur og Pia enn á forsíðu Alþingis eins og sjá má á skjáskoti sem er að finna á vefbókasafninu Wayback Machine. (Smelltu á myndina til að sjá hana stærri) Enginn kveikti á fréttinni. Ekki Píratar, ekki Helga Vala, ekki fjölmiðlar. Engin frétt á RÚV, Morgunblaðinu eða DV. Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu og kveiktu ekki á hversu mikil tíðindi þetta væru. Fjölmiðlamenn gætu rétt eins og Píratar reynt að benda á að það hafi ekki verið á áberandi stað að Pia myndi ávarpa þjóðina, það er jú neðst í tilkynningunni og fyrirsögnin gefur ekki til kynna að Pia sé á leið til landsins. En líkt og sjá má á skjáskotinu stendur að þau skötuhjú hafi rætt dagskrá fullveldisársins. Það blasir við á forsíðu. Við þetta má svo bæta að það er einmitt hlutverk blaðamanna að greina kjarnann frá hisminu. Finna fréttapunktinn í tilkynningum. Fylgjast með hvað er að gerast hjá stofnunum. Fylgjast með hvað á sér stað á Alþingi. Það er líka hlutverk þingmanna að fylgjast með hvað er að gerast á eigin vinnustað, lesa eigin vef til dæmis. Orðið á götunni er að þetta uppþot sé vandræðalegt þegar allt er tekið saman. Það var beint fyrir framan nefið á þingmönnunum að þessi hræðilega kona væri á leiðinni til landsins að ávarpa þjóðina. Að enginn í þingflokknum hafi lesið þessa tilkynningu sem var minnst tvo daga á forsíðu alþingisvefsins segir okkur að annað hvort vissu þeir Píratar sem lásu tilkynninguna ekki hver Pia Kjærsgaard eða hversu umdeild hún er eða að sá flokkur sem best þekkir til á netinu nennir ekki að hanga á Alþingisvefnum. Og skoðið skjáskotið af forsíðu Alþingis sem var þar í minnst tvo daga. Fyrirsögn: Forseti Alþingis kynnir fullveldisárið í danska þinginu. Inngangur á forsíðu: Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis átti í gær fund með Piu Kjærsgaars forseta danska þingsins. Þau ræddu meðal annars um dagskrá fullveldisársins.

Rétt eins og við fjölmiðlamenn verða Píratar að horfast í augu við að þeir voru ekki með á nótunum. Og það er allt í lagi. Það má gera mistök. Við lærum af mistökunum og höldum áfram. Það má  gagnrýna að Steingrímur ákvað að bjóða þessari píu á ballið, það eru fáir sem vilja bjóða henni upp í dans. En Píratar þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér og horfast í augu við eigin mistök eins og við fjölmiðlamenn og læra af þeim. Steingrímur gerði mistök að fá þessa konu til landsins. En Píratar brugðust hlutverki sínu í stjórnarandstöðu og fylgdust ekki með og bentu ekki á mistökin sem höfðu átt sér stað fyrr en alltof seint.

Að þetta fór framhjá ykkur var engum að kenna nema ykkur sjálfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?