Hinn reyndi fréttahaukur Jón Hákon Halldórsson fagnaði fertugsafmæli á dögunum og tilkynnti um leið að hann hefði hafið störf á fréttastofu RÚV.
Er Jón Hákon enn einn þungavigtarmaðurinn sem ákveður að hætta störfum á einkamiðlunum sem glíma við ótraust rekstrarumhverfi og leita í hlýjan faðm ríkisins. Hann hefur komið víða við á ferli sínum, verið til dæmis blaðamaður á Fréttablaðinu, Vísi og Viðskiptablaðinu.
Á RÚV hittir Jón Hákon fyrir sjálfan Egil Helgason, en frægt er þegar þeim félögum lenti illa saman í desember 2008 þegar aðsúgur var gerður að Hótel Borg og hætta þurfti útsendingu Kryddsíldarinnar.