fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Novichok taugaeitrið getur verið virkt í 50 ár – Var notað í Salisbury og Amesbury

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 22:30

Yulia Skripal slapp l ásamt föður sínum eftir að rússneskir útsendarar eitruðu fyrir þeim í Lundúnum 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taugaeitrið Novichok getur verið virkt í allt að 50 ár. Eitrið var notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal í mars en auk hans varð dóttir hans, Yulia, fyrir eitrinu. Þau lifðu morðtilræðið af. Nýlega urðu karl og kona fyrir smiti af þessu sama eitri og er talið að þau hafi komist í snertingu við hlut, sem eitrið var á, í Salisbury eða Amesbury. Hlut sem eitur var hugsanlega sett á þegar eitrað var fyrir Skripalfeðginunum.

Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, sagði á borgarafundi í Amesbury að eitrið geti verið virkt í allt að 50 ár að sögn sérfræðinga. Það væri ekki hættulegt ef það væri geymt í lokuðum umbúðum. Hann sagði að lögreglan væri í raun að leita að nál í heystakk núna þegar leitað væri að eitrinu.

Dawn Sturgess, 44 ára, lést af völdum eitursins i vikunni og unnusti hennar, Charlie Rowley, er enn á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögreglan getur ekki enn sagt með fullri vissu hvort málin tengist en Basu sagði á fundinum að miðað við hversu sjaldgæft þetta eitur er og að það sé bannað af alþjóðasamfélaginu þá séu vægast sagt litlar líkur á að tvö mál, þar sem þetta eitur kemur við sögu, komi upp í fámennri enskri sýslu án þess að þau tengist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans