Björgunarmenn hafa unnið við erfiðar aðstæður við leit að fólki þar sem hraunið er enn mjög heitt. Þeir nota sleggjur til að brjóta göt á þök húsa til að kanna hvort fólk sé fast inni í þeim.
Tæplega 3.300 manns hafa verið fluttir á brott frá hamfarasvæðunum.
Nokkur lítil gos hafa verið í eldfjallinu á undanförnum árum en um helgina vaknaði það af miklum krafti og öflugt gos hófst.