fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tollastríðs við ESB – Táknrænn ósigur fyrir Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 05:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson hefur ákveðið að flytja hluta framleiðslu sinnar frá Bandaríkjunum vegna tollastríðs Bandaríkjanna og ESB. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lagði refsitoll á ál og stál frá ESB hækkaði ESB tolla á Harley-Davidson mótorhjóla úr 6% í 31%. Ákvörðun Harley-Davidson er ákveðinn ósigur fyrir Trump sem hefur lofsamað fyrirtækið sem fyrirmynd fyrirtækja með framleiðslu í Bandaríkjunum.

Hærri tollar á mótorhjól í ESB gera að verkum að verð þeirra hækkar að meðaltali um sem svarar til um 330.000 íslenskra króna. Í tilkynningu frá Harley-Davidson segir að þessir tollar taki strax gildi og hafi skaðleg áhrif á sölu fyrirtækisins í Evrópu.

Trump tjáði sig um þess ákvörðun Harley-Davidson á Twitter og sagði vera hissa á henni. Hann sagðist hafa barist af krafti fyrir hagsmunum fyrirtækisins og sagði að í framtíðinni þyrfti það ekki að borga tolla af útflutningi til ESB.

„Tollur er bara afsökun hjá Harley. Verið þolinmóð.“

Sagði hann einnig og vísaði þar til annarra bandarískra fyrirtækja og lauk síðan færslunni með myllumerkinu #MAGA (Make America Great Again) slagorði sínu.

Ákvörðun Harley er töluvert áfall fyrir Trump því hún grefur undan staðhæfingum hans um að verndarstefna muni gagnast bandarísku verkafólki. Þess utan er Harley-Davidson fyrirtæki sem Trump hefur hampað við söluna á boðskap sínum. Forstjóri Harley-Davidson heimsótti Trump í Hvíta húsið á síðasta ári og við það tækifæri lofsamaði Trump fyrirtækið og spáði því enn betri framtíð.

„Takk, Harley-Davidson fyrir að framleiða í Bandaríkjunum.“

Skrifaði hann síðan á Twitter.

Margir sérfræðingar telja að Harley-Davidson hafi aðeins verið fyrsta fyrirtækið til að taka þetta skref og að mörg muni fylgja í kjölfarið, þau verði knúin til þess til að geta lifað af. Þá má spyrja hver hafi ávinning af tollastríðum Trump? Það var einmitt það sem margir fréttamenn gerðu á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær þar sem Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Trump, sat fyrir svörum.

Hún sagði að stefna Trump hefði þegar komið bandarískum efnahag til góða og 300.000 ný störf hefðu orðið til í bandarískum iðnaði og að atvinnuleysi hefði ekki verið minna í tvo áratugi. Hún gagnrýndi ESB fyrir að „reyna að refsa bandarísku verkafólki með ósanngjarnri viðskiptastefnu sem mismunar aðilum“.

Evrópa er stærsti markaður Harley-Davidson utan Bandaríkjanna. Á síðasta ári seldi fyrirtækið um 40.000 mótorhjól í álfunni. Fyrirtækið hefur ekki enn sagt hvaða áhrif fyrirhugaður flutningur mun hafa á 5.200 starfsmenn þess í mótorhjóladeildinni í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar