fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Mögnuð upplifun – Rakst á hvítt hreindýr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 22:30

Hreindýrskálfurinn fallegi. Mynd:Mads Nordsveen/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski ljósmyndarinn Mads Nordsveen datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann var í gönguferð í norðurhluta Noregs nýlega. Þá rakst hann á hvítan hreindýrskálf en þeir eru mjög sjaldgæfir og því sjaldséðir. Óvenjulegt útlit þeirra er rakið til gena sem fjarlægja litarefni úr feldi þeirra en ekki er um albinóa að ræða í slíkum tilfellum.

”Hann hvarf næstum í snjónum!”

Skrifaði Nordsveen í texta við mynd, sem hann birti á Instagram, af kálfinum. Meðal Sama, sem búa í norðanverðri Skandinavíu, er það talið mikið gæfumerki að sjá hvítt hreindýr.

BBC hefur eftir Nordsveen að kálfurinn hafi komið mjög nærri honum og þeir hafi horft í augu hvors annars og hafi kálfurinn verið mjög rólegur. Eftir nokkurra mínútna dvöl nærri Nordsveen hélt kálfurinn á brott og fór til móður sinnar sem beið álengdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann