Lögreglan telur að Maja sé látin. Hún sást síðast klukkan 12.35 í verslun í miðbænum. Um hálfri klukkustund síðar sendi hún vinum sínum skilaboð um að hún ætlaði upp í fjöll. Miðað við hvar hún skildi bíl sinn eftir er líklegt að hún hafi farið í átt að Saudehornet. Annar farsími hennar var í bílnum en hinn hefur ekki fundist. Lögreglan segir að ástæða sé til að ætla að hann hafi eða sé hátt uppi í fjallinu en það sé þó ekki öruggt.
Rúmlega 3.000 ljósmyndir hafa verið teknar af fjallinum með drónum í leitinni að Maja og þar hafa leitarhópar farið um og lagt að baki vegalengd sem nemur um einum fjórða af ummáli jarðarinnar. Þá hafa sjáendur lagt sitt af mörkum en samt sem áður hefur Maja ekki fundist. Þetta hefur orðið til þess að margar sögur ganga í Ørsta um örlög hennar. Margir spyrja sig hvað gerðist fyrst hún hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.
Nú er veturinn að leggjast yfir af fullum þunga á svæðinu og þá verður erfitt ef ekki ómögulegt að leita frekar að Maja og óttast margir íbúar Ørsta að fara inn í veturinn án þess að vita hver örlög hennar voru.