Lögreglan í Kaupmannahöfn setti í haust á laggirnar sérstakan rannsóknarhóp til að fara yfir morðið á Louise en í honum eru reyndir lögreglumenn og ýmsir sérfræðingar. Enginn þeirra hefur áður komið að rannsókn málsins. Markmiðið var að fá „ný“ augu til að skoða málið í þeirri von að eitthvað fyndist sem gæti orðið til að málið leysist.
Einn liðurinn í vinnu þessa hóps var að í gær leituðu 8 lögregluhundar að vísbendingum í Elverparken. Það var mat sérfræðinga að þrátt fyrir að svo langt væri liðið frá morðinu gætu hundarnir enn fundið vísbendingar og slóð eftir morðingjann ef hann hefði skilið eitthvað eftir sig.