fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Lars er „sykurpabbi“ – „Í mínum augum er þetta vændi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 07:21

Sviðsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum fimm árum hefur Lars, sem er 47 ára, fundið um 25 ungar konur á vefsíðunni sugardating.dk. Hann hefur sett sig í samband við þær, samið um verð og síðan hitt þær til að stunda kynlíf með þeim. Konurnar eru á aldrinum 18 til 24 ára. Lars á unnustu og börn en lætur það ekki stöðva sig.

Hér er um svokallað „sugardating“ að ræða en orðið/hugtakið er notað yfir ungar stúlkur sem hitta eldri, yfirleitt efnaða, karla (sugardaddy‘s) og eyða tíma með þeim, og stunda jafnvel kynlíf með þeim í skiptum fyrir gjafir eða peninga.

Í samtali við BT sagði Lars að hann stundi „sugardating“ vegna ákveðinna kynferðislegra langana. Hann sagði að hann hrífist af ungum konum um og rétt yfir tvítugt. Hann geti upplifað drauma sína um kynlíf með svo ungum konum í gegnum „sugardating“. Hann greiðir konunum 1.500 til 2.500 danskar krónur fyrir að stunda kynlíf með þeim.

Aðspurður sagði Lars að ef hann veiti því athygli að eitthvað sé að hjá konunni í undanfara þess að þau hittast þá missi hann áhugann. Af þessum sökum ræði hann við konurnar í síma áður en þau hittast. Það skipti hann miklu máli að koma vel fram við þær. Hann sagðist eitt sinn hafa hitt konu og greitt henni fyrir að fara heim, augljóst hafi verið að hún glímdi við einhver vandamál og hafi ekki viljað hitta hann en samt sem áður gert það.

„Í mínum augum er þetta vændi. Að sjálfsögðu. Það geta ekki verið skiptar skoðanir um það. Ég laðast ekki að einhverjum úti á götu. Hjá mér snýst þetta meira um að finna einhverja sem mér finnst aðlaðandi. En það breytir því ekki að þetta er vændi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú