fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna notar fólk klám

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 16:30

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk notar klám. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fólk notar klám ekki eingöngu til að fróa sér yfir. Sálfræðingar hjá Stony Brook háskólanum í Bandaríkjunum rannsökuðu klámnotkun 1.932 karla og kvenna. Sjónunum var aðallega beint að hvernig klám þátttakendurnir notuðu og í hvaða samhengi þeir notuðu það. Þátttakendurnir voru á aldrinum 18 til 73 ára.

Meðal helstu niðurstaðna er að karlar nota klám meira en konur. Níu af hverjum tíu körlum höfðu notað klám í einhverri mynd síðastliðinn mánuð en hjá konum var hlutfallið sex af hverjum tíu.

Að meðaltali notuðu karlar klám í 67 mínútur á viku en konur í 21 mínútu. Mesta notkunin er hjá ungu fólki en með aldrinum dregur úr henni. Jafnframt dregur úr áhuga á sjálfsfróun með aldrinum. Hjá konum eykst notkun á klámi í textaformi með aldrinum.

Hjá báðum kynjum eru það klámmyndir, lifandi myndir, sem eru vinsælastar en um 75 prósent af heildarklámnotkun karla er á slíku efni.  Hjá konunum er hlutfallið 56 prósent. Klám í textaformi er tæplega 30 prósent af klámnotkun kvenna en um 5 prósent hjá körlum. 11 prósent kvenna nota nær eingöngu klám í textaformi en hjá körlum á þetta næstum ekki við, svo fáir karla nota bara klám í textaformi.

Djarfar ljósmyndir eru um 5 prósent af klámnotkun kvenna en tæplega 20 prósent af klámnotkun karla.

Misjafnt til hvers klám er notað

Það er mikill munur á af hverju kynin nota klám. 82 prósent karlanna sögðust nota það til örvunar þegar þeir fróa sér en hjá konum var hlutfallið 67 prósent. 70 prósent karla sögðust nota klám til að örvast kynferðislega en hjá konunum var hlutfallið 64 prósent. 40 prósent karla sögðust nota klám sér til afþreyingar en hjá konunum var hlutfallið 34 prósent.

Yfirlit yfir nokkrar niðurstöður rannsóknarinnar.

Forvitni um ákveðnar kynferðislega athafnir og kynlífstækni auk sameiginlegrar notkunar með makanum var eitthvað sem um 30 prósent sögðust nota klám til og var hlutfallið um það bil það sama hjá báðum kynjum.

Þriðji hver karl sagðist nota klám þegar makinn væri ekki til í tuskið eða gæti það ekki. Hjá konum var hlutfallið 16 prósent.

Flestir sögðust alls ekki þurfa að nota klám til að fá fullnægingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn