fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Flóðbylgjur hafa sést í kjölfar skjálftans í Nýju-Kaledóníu – Íbúar hvattir til að forða sér af láglendi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 06:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flóðviðvörunarstofnunin gaf út flóðbylgjuviðvörun fyrir ákveðin svæði í Kyrrahafi í nótt í kjölfar skjálfta, sem mældist 7,6, við frönsku eyjaþyrpinguna Nýju-Kaledóníu. Flóðbylgjur hafa sést á svæðinu og eru íbúar á Nýju-Kaledóníu hvattir til að forða sér af láglendi. Það sama á við á Vanúatú. Ekki er talin hætta á ferðum að svo komnu máli á öðrum eyjum í Kyrrahafi.

Aðvörun bandarísku flóðaviðvörunarstofnunarinnar er á lægsta stigi og gildir aðeins fyrir Nýju-Kaledóníu og Vanúatú. Skjálftinn varð klukkan 15.18 að staðartíma, 4.18 að íslenskum tíma, og voru upptök hans um 20 km austsuðaustan við eyjuna Maré. Upptökin voru á 10 km dýpi að sögn bandarísku jarðskjálftastofnunarinnar.

Varað er við allt að þriggja metra háum flóðbylgjum við Nýju-Kaledóníu og Vanúatú og allt að einum metra við hluta af Fiji.

Engar fregnir hafa borist af manntjóni né eignatjóni af völdum skjálftans. Eftirskjálftar upp á 6 og 5,9 hafa riðið yfir í kjölfar stóra skjálftans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“