Sex lögreglumenn voru skotnir til bana í Jalisco-ríki í vesturhluta Mexíkó í gær. Einn lögreglumaður til viðbótar særðist í árásinni. Þetta gerðist tveimur dögum eftir að fyrsti vinstrisinnaði forsetinn var settur í embætti í landinu. Aðgerðir yfirvalda gegn hinu hryllilega ofbeldi sem viðgengst í landinu var eitt heitasta efnið í kosningabaráttunni.
Mexíkóar eru langþreyttir á mikilli spillingu og morðöldu í landinu og veittu frambjóðanda af vinstri vængnum brautargengi í forsetakosningunum í sumar og tók hann við embætti á laugardaginn.