Starfsmenn dönsku járnbrautanna uppgötvuðu skemmdarverkin aðfaranótt mánudags og tilkynntu til lögreglunnar. Um var að ræða skemmdarverk á að minnsta kosti 40 stöðum á Farum-lestarleiðinni.
Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hann viti ekki hvað liggi að baki þessum skemmdarverkum en málið er nú í rannsókn.
Dönsku járnbrautirnar náðu að leysa málið til bráðabirgða í gær þannig að lestir gátu notað Farum-leiðina.