fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Danir ætla að vista fanga í Litháen – Semja við Litháa um byggingu og rekstur fangelsis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður standa nú yfir á milli danskra og litháenskra stjórnvalda um að fangelsi verði reist nærri Vilnius, höfuðborg Litháens, þar sem afbrotamenn, sem hafa hlotið dóm í Danmörku og verið vísað úr landi, verði vistaðir. Viðræðurnar eru sagðar komnar langt á veg og snúist nú um hvað Danir eigi að láta Litháum í té gegn því að þeir reisi fangelsið og taki við afbrotamönnunum.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Dönsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið en DR hefur heimildir fyrir þessu innan stjórnkerfisins. Viðræðurnar eru sagðar vera á viðkvæmu stigi. Gert er ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárlögum næsta árs. Þar kemur fram að stefnt sé að því að ná samningum við erlent ríki um að taka við föngum, sem hafa verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku að afplánun lokinni, fyrir árslok 2019. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að þessir fangar valdi meira álagi á danska fangelsiskerfið og danskt samfélag.

DR segir að nokkur önnur ríki taki þátt í viðræðunum við Litháa um þetta. Í fangelsinu á að vista litháenska ríkisborgara, sem hafa hlotið dóma í öðrum Evrópuríkjum, og ríkisborgara annarra ríkja. Þessum tveimur hópum verður þó haldið aðskildum.

Preben Bang Henriksen, talsmaður ríkisstjórnarflokks Venstre í málum réttarvörslukerfisins, sagði í samtali við DR að markmiðið með þessu væri að senda sterk skilaboð til útlendra afbrotamanna um að þeir geti lent í fangelsi utan Danmerkur fyrir afbrot framin í Danmörku.  Þeir vilji örugglega helst afplána í dönsku fangelsi en nægt álag sé á þau fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“