Þessir erfðalyklar, sem eru bútur af DNA, eru utan á kjarna lifandi fruma. Þeir benda til að það sé ekki aðeins fólk sem kom frá einu pari lifandi vera heldur eigi það við um níu af hverjum tíu dýrategundum.
Vísindamennirnir, Mark Stoeckle og David Thaler, sem stýrðu rannsókninni segja að niðurstöður hennar sýni að nítíu prósent allra dýrategunda, sem eru til í dag, komi frá forfeðrum sem byrjuðu að skila af sér afkvæmum á svipuðum tíma fyrir minna en 250.000 árum. Ef þetta er rétt hjá þeim hljóta ákveðnar efasemdir að vakna um þróun mannkynsins.
Í rannsókninni notuðu vísindamennirnir gögn úr sífellt stækkandi erfðaefnisgagnabönkum heimsins og nýttu sér gögn um þróunarkenningar, þar á meðal þróunarkenningu Darwin.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Human Evolution.
Daily Mail hefur eftir Stoeckla að á tímum þar sem mannkynið er mjög upptekið af muninum á einstaklingum og einstökum hópum væri kannski rétt að eyða meiri tíma í að hugleiða hvernig við líkjumst hvert öðru og öðrum dýrum.