fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Sjö ára drengur skrifaði bréf til látins föður síns – Síðan gerðist það ótrúlega og hann fékk svar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 08:04

Feðgarnir á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartnæm og falleg saga hefur undanfarið vakið mikla athygli á internetinu. Hún snýst um Jase Hyndman sjö ára dreng sem býr á Englandi. Frá því að faðir hans lést í maí 2014, 28 ára að aldri, hafa Jase og systir hans, Neive sem er 10 ára, minnst föður síns, James Hyndman, sérstaklega á afmælisdegi hans í nóvember. Jase vildi gjarnan skrifa föður sínum bréf og senda honum en vandinn var auðvitað sá að faðir hans er ekki lengur á meðal vor.

En það dró ekki úr staðfestu Jase sem skrifaði bréfið og setti það í póstkassann. Á umslagið hafði hann skrifað:

„Kæri póstmaður, getur þú komið þessu bréfi til skila til pabba míns sem er uppi í himninum, hann á afmæli. Takk fyrir.“

Umslagið með utanáskrift Jase.

BBC skýrir frá þessu og móðir Jase, Teri Copland, skrifaði um það á Facebook.

Það ótrúlega gerðist að Jase fékk svar við bréfi sínu. Eðlilega var það ekki frá föður hans heldur frá bresku póstþjónustunni Royal Mail. Þar hafði Sean Milligan, sem er yfirmaður dreifingarmála, fengið bréfið í hendurnar. Hann gaf sér tíma til að svara Jase og gladdi það hann og móður hans mikið.

„Það var erfitt að forðast stjörnur og aðra hluti í geimnum á leiðinni til himna. En við getum fullvissað þig um að þessu miklvæga bréfi var komið til skila.“

Facebookfærsla Teri.

BBC hefur eftir Teri að svar póstsins hafi endurvakið trú hennar á mannkynið og að hún vilji gjarnan að fólk átti sig á hversu miklu máli svona lítill og kærleiksríkur hlutur getur skipt. Það að starfsmenn póstsins hafi gefið sér tíma til að skrifa Jase bréf hafi veitt honum svo mikla gleði.

Á Facebook sagði hún meðal annars:

„Fyrir nokkrum vikum sendi sjö ára sonur minn bréf til föður síns á himninum og í dag fékk hann flott svar frá póstinum. Ég get ekki lýst gleði hans yfir að hafa fengið bréf . . . . Þið þurftuð ekki að svara, þið hefðuð geta hunsað bréfið en það að þið hafið gefið ykkur tíma til að svara litlum dreng, sem þið hafið aldrei hitt, er rosalega vel gert af Royal Mail.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags