fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Mueller nálgast Trump – Einbúi í Lundúnum og turn í Moskvu auka þrýstinginn á Trump

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 06:18

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 18 mánaða langa rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum kosningaframboðs Donald Trump við rússneska aðila er forsetinn sjálfur nú í fyrsta sinn kominn í beina snertingu við rannsóknina og er getið í réttarskjölum. Þar nefnist hann þó aðeins „Einstaklingur 1“ enn sem komið er. „Einstaklingur 1“ kemur við sögu í játningu Michael Cohen, fyrrum lögmanns Trump, en hann hefur játað að hafa logið um stórt byggingaverkefni í Moskvu.

Samkvæmt því sem hann segir stóðu viðræður, um byggingu Trump Tower í Moskvu, yfir með vitneskju Trump allt þar til í júní 2016 þegar Trump hafði því sem næst tryggt sér útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Trump hefur margoft lýst því yfir að hann hafi ekki haft nein tengsl við Rússland.  New York Times segir að Trump hafi að minnsta kosti 23 sinnum síðan sumarið 2016 vísað því á bug að hann hafi átt í viðskiptatengslum eða öðrum tengslum við Rússland.

Bob Woodward, blaðamaður hjá Washington Post, sagði í samtali við CNN það sem skipti máli núna væri að Cohen væri orðinn vitni Roberts Muellers, sem stýrir rannsókninni, og að það væri á við að hafa 10 önnur vitni. Cohen stærði sig eitt sinn af því að vera svo hollur forsetanum að hann myndi stökkva fyrir byssukúlu til að bjarga Trump en hann hefur greinilega breytt um skoðun. Það er mikið áfall fyrir Trump því Cohen hefur yfirgripsmikla þekkingu og vitneskju um Trump og fjölskyldu hans og viðskipti þeirra.

Trump hefur lengi viljað reisa Trump Tower í Moskvu og samkvæmt fréttum margra fjölmiðla var það rætt í fyrirtæki Trump hvort gefa ætti Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, íbúð, þakhýsi, að verðmæti 50 milljóna dollara í byggingunni til að laða annað efnafólk að. Ekki er víst að Trump hafi vitað af þessari umræðu og ólíklegt má telja að Pútín, sem er sterkefnaður, myndi þiggja slíka gjöf. En draumurinn um að reisa Trump Tower í Moskvu er áþreifanlegasta merkið um að dulin peningaslóð liggi frá Trump og fyrirtæki hans til Moskvu.

Einbúinn í Lundúnum

Þá segja margir bandarískir fjölmiðlar að í herbúðum Trump hafi verið mikill áhugi á að komast í samband við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sumarið 2016. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum árum saman til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna. Hann er nánast eins og einbúi þar og samband hans við umheiminn er orðið ansi takmarkað þar sem hann hefur ekki lengur aðgang að internetinu.

Sumarið 2016 hafði Wikileaks birt tugþúsundir tölvupósta sem tölvuþrjótar höfðu stolið frá demóktörum. Tölvuþrjótarnir eru taldir hafa tengst GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins, sem kom tölvupóstunum áfram til Assange.

Samkvæmt fréttum í bandarískum fjölmiðlum þá reyndu Trumpliðar að komast í samband við Assange í gegnum milliliði. Washington Post segir að skjöl FBI sýni að starfsmenn Trump hafi reynt að koma á sambandi við Rússland og Wikileaks og hafi reynt að leyna umfangi þessara tilraun.

Þessar upplýsingar geta komið sér illa fyrir Trump og fjölskyldu hans og hafa aukið á áhyggjur um að Trump muni reyna að stöðva rannsókn Mueller eða hægja á henni. Það hefur ekki dregið úr áhyggjum manna af þessu að eftir að Trump rak Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, úr embætti setti hann Matthew Whitaker í embættið til bráðabirgða en hann hefur margoft sagt að stöðva þurfi rannsókn Mueller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?