fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Hryllingur á flóttamannaeyju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 07:17

Nauru. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í litla Kyrrahafsríkinu Nauru starfrækja Ástralir umdeildar flóttamannabúðir. Þeir greiða heimamönnum fyrir að hafa flóttamannabúðirnar en þangað eru fluttir flóttamenn sem vilja komast til Ástralíu. Lengi hefur verið rætt um að í flóttamannabúðunum séu mannréttindi fólks fótum troðin og að ástandið sé hreint út sagt hörmulegt.

Í nýrri skýrslu frá samtökunum Læknar án landamæra kemur fram að um 30 prósent, þeirra sem eru í flóttamannabúðunum, hafa reynt að taka eigið líf og 60 prósent hafa hugleitt það. Þetta á við um börn niður í 9 ára aldur. Niðurstöðurnar eru byggðar á gögnum frá þessu ári og því síðasta. Samtökin segja að sú andlega heilsufarskrísa sem ríkir á Nauru sé sú versta sem samtökin hafa séð.

Ástralir hafa sent flóttamenn, sem koma sjóleiðis til Ástralíu, til Nauru frá 2013. Þar eru nú um 900 flóttamenn, þar af 115 börn, sem hafa verið þar í fimm ár og eygja enga von um að losna þaðan á nýjan leik.

Í skýrslunni kemur einnig fram að 62 prósent flóttamannanna hafa greinst með þunglyndi, 25 prósent með kvíða og 18 prósent þjást af áfallastreituröskun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið