fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

230 jarðskjálftar um helgina – „Þetta hélt bara stanslaust áfram“ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 08:36

Skemmdir eru víða miklar. Skjáskot/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum að við verðum að vera undir þetta búin því við verðum aldrei ónæm fyrir jarðskjálftum og veðri. Það er ljóst að þetta var öflugra en við eigum að venjast. Við búum í jarðskjálftalandi en þesis var stór.“

Þetta sagði Ehtan Berkowitz, borgarstjóri í Anchorage í Alaska eftir að jarðskjálfti upp á 7 reið yfir ríkið á föstudaginn. Skjálftinn átti upptök sín um 10 km norðaustan við Anchorage. Í kjölfarið fylgdu fleiri skjálftar og voru þeir orðnir um 230 síðast þegar yfirlit var birt.

Töluvert eignatjón hefur orðið, vegir eru í sundur, raflínur slitnuðu og hús skemmdust eða eyðilögðust að sögn CNN. Íbúum Anchorage er illa brugðið enda um óvenjulega mikla og öfluga skjálfta að ræða. Anchorage er höfuðborg Alaska en um 300.000 manns búa í borginni. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í skjálftunum.

„Þetta hætti bara ekki. Þetta hélt bara stanslaust áfram og varð verra og hlutir hrundu alls staðar niður. Allt í kommóðunum, bókahillunum og eldhússkápunum mínum. Það voru glerbrot út um allt.“

Sagði Kristin Dossett, sem hefur búið í Anchorage í 37 ár, í samtali við CNN.

Skólar í borginni verða lokaðir í dag og á morgun á meðan verið er að kanna skemmdir og umfang þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga