Í Malmö sprakk sprengja í íbúðarhverfi milli Kronprinsen og Rönneholmsparken. Í Landskrona sprakk sprengja í anddyri fjölbýlishúss og varð töluvert tjón á húsinu og bílum á stæðinu fyrir utan.
Tveir voru handteknir í tengslum við sprenginguna í Landskrona en æsilegri eftirför lögreglunnar lyktaði með því að mennirnir misstu bíl sinn út af veginum. Þeir lögðu þá á flótta á tveimur jafnfljótum en sérþjálfaðir hundar lögreglunnar höfðu fljótt uppi á þeim og voru þeir handteknir.