fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FréttirPressan

Tvær sprengjuárásir í Svíþjóð – Tveir handteknir eftir æsilegan flótta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 07:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær sprengjur sprungu í Svíþjóð í nótt. Önnur í Malmö og hin í Landskrona. Ekki hafa borist fregir af manntjóni eða líkamstjóni en eignatjón er umtalsvert. Tveir voru handteknir vegna sprengingarinnar í Landskrona. Lögreglan telur að málin tengist átökum glæpagengja.

Í Malmö sprakk sprengja í íbúðarhverfi milli Kronprinsen og Rönneholmsparken. Í Landskrona sprakk sprengja í anddyri fjölbýlishúss og varð töluvert tjón á húsinu og bílum á stæðinu fyrir utan.

Tveir voru handteknir í tengslum við sprenginguna í Landskrona en æsilegri eftirför lögreglunnar lyktaði með því að mennirnir misstu bíl sinn út af veginum. Þeir lögðu þá á flótta á tveimur jafnfljótum en sérþjálfaðir hundar lögreglunnar höfðu fljótt uppi á þeim og voru þeir handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann