fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Klara sendi stórstjörnunni rómantísk skilaboð – Svar hans er ansi tvírætt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 07:56

Klara Nordell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

”Petter. Þú skalt ekki vera leiður yfir þessu. Þetta þýðir bara að við tvö getum fengið meiri tíma fyrir hvort annað.”

Þetta skrifaði Klara Nordell, 26 ára Svíi, á Facebook eftir að Norðmaðurinn Petter Northug tilkynnti tárvotur að hann ætli að leggja skíðin á hilluna og hætta keppni í skíðagöngu en hann hefur um árabil verið einn fremsti skíðagöngumaður heims. Með færslunni birti Klara mynd af sér með skilti sem á stóð:

„Petter Northug, viltu fara á stefnumót með mér?“

Facebookfærsla Klöru.

Færslan vakti mikla athygli og fór á flug um netheima og náði auðvitað á endanum augum Northug sem svaraði skilaboðum Klöru en þó á ansi tvíræðan hátt. Hann er ekki þekktur fyrir að halda aftur af skoðunum sínum eða húmor og það gerði hann heldur ekki í svari sínu til Klöru.

Hann birti tvær myndir á Instagram þar sem hann hafði sett eigið andlit á auglýsingu fyrir kvikmyndina „Kongens valg“. Höfuð Northug var að sjálfsögðu sett á líkama konungsins.  Myndin fjallar um flótta Hákons Noregskonungs undan nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Undir myndunum stendur síðan „Kongens nej“ og „Kongens ja“. Þessum myndum deildi hann með rómantískum skilaboðum Klöru.

Instagrammyndir Northug.

TV2 hefur eftir Klöru að það sé skemmtilegt að Northug hafi svarað henni en hún viti ekki hvernig hún á að túlka svar hans. Hún sagði að hugmyndin að stefnumótatilboði hennar til Northug hafi vaknað í gríni á milli nokkurra vinkvenna og hafi hún ákveðið að hrinda þessu í framkvæmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi