fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Fundu börn búðarjólasveinsins grafin í garðinum – „Ég brotnaði saman og grét, svo slæmt er þetta“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 06:22

Elwyn og Mary Crocker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið í þessu í 41 ár og rétt áðan brotnaði ég saman og grét. Svo slæmt er þetta. Ég skil ekki hvernig er hægt að gera börnum þetta.“

Þetta sagði Jimmy McDuffie, lögreglustjóri í Effingham sýslu í Georgíu í Bandaríkjunum á fréttamannafundi fyrir viku þegar hann skýrði frá morðum á 14 ára systkinum. Lík þeirra höfðu þá fundist grafin í garðinn við heimili þeirra.

Bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal Time, hafa fjallað um málið að undanförnu.

Elwyn Crocker Jr. hvarf 2016 þá 14 ára. í nóvember hvarf systir hans, Mary Crocker, þá 14 ára. Lík þeirra fundust síðan í síðustu viku grafin í garðinum við heimili fjölskyldunnar.

Faðir þeirra, Elwyn Crocker Sr, og eiginkona hans, Candice Crocker, hafa verið handtekin vegna málsins sem og móðir Candice, Kim Wright. Þau eru öll grunuð um að hafa misþyrmt systkinunum og að hafa leynt dauða þeirra. Roy Anthony Prater, unnusti Kim, hefur einnig verið handtekinn vegna málsins en hann er einnig grunaður um fíkniefnamisferli. Þriðja barninu var komið í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Elwyn Crocker Sr.

Það var ábending, sem lögreglunni barst, sem leiddi til þess að lögreglumenn heimsóttu Elwyn Crocker Sr. í vinnuna en hann starfaði sem jólasveinn í Walmart. Eftir viðræður við lögreglumennina vísaði hann þeim á grafir systkinanna í garðinum.

Candice Crocker.

Ekki hafði verið tilkynnt um hvarf systkinanna og dánarorsök þeirra liggur ekki fyrir en réttarmeinafræðingar vinna nú að rannsókn á líkunum til að geta skorið úr um dánarorsökina.

„Stærsta spurningin sem við spyrjum okkur nú er hvernig lítill drengur getur verið horfinn í tvö ár án þess að nokkur tilkynni það.“

Sagði Gena Sullivan, talskona lögreglunnar, um málið. Lögreglan er einnig að reyna að hafa upp á móður systkinanna en talið er að hún sé heimilislaus og haldi til í Suður-Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“