„Nýtur forréttinda, vel auðug drottningin fær 76 milljónir punda á ári og situr fyrir framan gullið píanó í höllinni – sem hún sendir þegnunum reikning upp á 369 milljónir punda fyrir að lagfæra – og drepur satíruna með því að hvetja þjóðina til að spara.“
Skrifaði Kevin Maguire, ritstjóri hjá Daily Mirror á Twitter eftir að hafa fylgst með ávarpi drottningarinnar.
Það var sem sagt stórt gullið píanóið í bakgrunninum sem reitti marga til reiði. Margir veltu fyrir sér hvort píanóið væri úr gulli. Samkvæmt frétt news.com.au er svo ekki, það er að segja að ekki er um gegnheilt gullpíanó að ræða heldur er það gullhúðað. Píanóið var keypt í lok nítjándu aldar af Victoríu drottningu og var nýlega gert upp þar sem það hafði látið á sjá í gegnum árin.
Mörgum þykir skjóta skökku við að drottningin hafi setið framan við þetta gullpíanó á sama tíma og breskt efnahagslíf er undir miklum þrýstingi vegna Brexit.