fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bretar ævareiðir vegna þess sem sást aftan við drottninguna í jólaávarpi hennar – Sérð þú hvað reitti þá til reiði?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 07:12

Elísabet II heldur fast í hefðir um jólin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hefð á Bretlandseyjum að Elísabet II drottning flytji sjónvarpsávarp um jólin. Stór hluti þegna hennar situr þá við sjónvarpið og fylgist með og drekkur orð drottningarinnar í sig. En þetta árið urðu margir reiðir þegar þeir fylgdust með útsendingunni og sáu hvað var í bakgrunninum.

„Nýtur forréttinda, vel auðug drottningin fær 76 milljónir punda á ári og situr fyrir framan gullið píanó í höllinni – sem hún sendir þegnunum reikning upp á 369 milljónir punda fyrir að lagfæra – og drepur satíruna með því að hvetja þjóðina til að spara.“

Skrifaði Kevin Maguire, ritstjóri hjá Daily Mirror á Twitter eftir að hafa fylgst með ávarpi drottningarinnar.

Það var sem sagt stórt gullið píanóið í bakgrunninum sem reitti marga til reiði. Margir veltu fyrir sér hvort píanóið væri úr gulli. Samkvæmt frétt news.com.au er svo ekki, það er að segja að ekki er um gegnheilt gullpíanó að ræða heldur er það gullhúðað. Píanóið var keypt í lok nítjándu aldar af Victoríu drottningu og var nýlega gert upp þar sem það hafði látið á sjá í gegnum árin.

Mörgum þykir skjóta skökku við að drottningin hafi setið framan við þetta gullpíanó á sama tíma og breskt efnahagslíf er undir miklum þrýstingi vegna Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið