fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Spáði fyrir um Brexit og hryðjuverk – Dökkt útlit á næsta ári – Trump missir heyrnina – Morðtilræði við Pútín – Efnahagshrun í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 08:09

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1996 lést hin búlgarska Baba Vanga. Hún er þó fjarri því að vera gleymd, að minnsta kosti ekki í ákveðnum hópum. Baba Vanga var blind en hún missti sjónina á dularfullan hátt í miklu óveðri þegar hún var 12 ára. Í dag er hún einhverskonar goðsögn meðal margra samsæriskenningasmiða sem þykjast geta lesið eitt og annað úr orðum hennar.

Hún er sögð hafa spáð fyrir um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001, um Brexit og uppgang hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Nú hafa aðdáendur hennar túlkað orð hennar og birt spádóm hennar um helstu atburði næsta árs.

Samkvæmt spádómi hennar munu margir helstu þjóðarleiðtogar heimsins glíma við ýmis vandamál á næsta ári. Hún er sögð hafa spáð því að einhver úr innsta hring Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, muni reyna að myrða hann en Pútín muni lifa tilræðið af. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun að sögn veikjast illilega og missa heyrnina í kjölfarið.

Verður reynt að ráða Pútín af dögum?

Reynt var að ráða Pútín af dögum í aðdraganda forsetakosninganna 2012 en í kjölfarið var öryggisgæsla hans aukin til mikilla muna og gætir fjölmennt lið öryggisvarða hans öllum stundum. En morðtilræði verður ekki eina vandamál Pútíns 2019 því Baba er sögð hafa spáð fyrir um að stór loftsteinn lendi á Rússlandi með tilheyrandi hörmungum.

Heyrnarleysið verða ekki einu hörmungar Trump því fjölskyldumeðlimur hans mun að sögn Baba lenda í alvarlegu bílslysi.

Baba er einnig sögð hafa spáð fyrir um efnahagslegt hrun í Evrópu en sumir túlka þetta sem svo að þetta gerist í kjölfar Brexit í lok mars.

Flóðbylgjur voru henni einnig hugleiknar að sögn aðdáenda hennar og er hún sögð hafa spáð fyrir mikilli flóðbylgju á næsta ári sem gæti nánast þurrkað út hluta nokkurra Asíuríkja, þar á meðal Pakistan, Indlands, Kína, Japan og Indónesíu.

Baba Vanga.

Baba, sem er sögð hafa haft rétt fyrir sér í um 85 prósentum spádóma sinna, sagði eitt sinn að Rússar yrðu „konungar heimsins“ eftir að Evrópa yrði nánast eyðimörk. Aðeins Rússland Pútíns stæði eftir óskaddað.

En Baba hefur ekki alltaf haft rétt fyrir sér því hún spáði því að Barack Obama yrði síðasti forseti Bandaríkjanna. Það er því eiginlega vandséð hvernig hún á að geta hafa spáð fyrir um heyrnarleysi Trump á meðan hann gegnir forsetaembættinu.

Hún er einnig sögð hafa spáð fyrir um að nýlendur mannkyns á Mars komi sér upp kjarnorkuvopnum fyrir 2256 og að jörðin okkar verði óbyggileg 2341.

Nú er bara að bíða og sjá hvort reynt verði að ráða Pútín af dögum á næsta ári og hvort Trump missi heyrnina og auðvitað hvort allir hinir spádómar Baba rætist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún