fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ísraelsher sagður hafa gert loftárásir á Damaskus í Sýrlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 06:22

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt miðvikudags voru loftárásir gerðar á nokkur skotmörk nærri Damaskus höfuðborg Sýrlands. Meðal skotmarkanna voru vopnageymslur á vegum Írana og birgðastöðvar þeirra en þær eru undir daglegri stjórn Hizbollah-samtakanna sem Íranar styðja með ráðum og dáð.

Grunur vaknaði strax um að Ísraelsher hefði staðið á bak við árásirnar og nú segir AP að háttsettur heimildarmaður innan Ísraelshers hafi staðfest þetta. Herinn hefur þó ekki staðfest þetta opinberlega.

Rússar hafa gagnrýnt árásirnar sem þeir segja hafa valdið hættu fyrir farþegaflug á svæðinu. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að sex F-16 orustuþotur hafi gert „ögrandi“ árás á skotmörk í Sýrlandi á sama tíma og tvær farþegaflugvélar voru að lenda í Damaskus og Beirút í Líbanon.

Ríkisstjórn Líbanons hefur í hyggju að senda kvörtun til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna málsins en hún segir að nærri hafi legið að stórslys yrði þegar ísraelsku herflugvélarnar hafi flogið mjög nærri farþegaflugvél í líbanskri lofthelgi.

Rússar segja að 14 af 16 eldflaugum Ísraelshers hafi verið skotnar niður en heimildarmaður AP segir að allar eldflaugarnar hafi hæft skotmörk sín. Ísraelsmenn hafa gert margar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi á undanförnum árum en þau hafa flest verið tengd Írönum eða bandamönnum þeirra í Hizbollah en báðir þeir aðilar styðja stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta eins og Rússar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti