En Melina lét það ekki á sig fá og tók alltaf á móti honum með bros á vör og var alúðleg við hann og kom vel fram við hann. Svona gekk þetta fyrir sig í sjö ár. Á hverjum degi kom Walter til að borða þar og hafði hátt og kvartaði og kveinaði yfir öllu og fékk reiðisköst. Melina lét þetta ekki koma í veg fyrir að hún segði vinsamlega hluti við Walter og færði honum matinn með bros á vör þrátt fyrir skapvonsku hans og endalausan dónaskap og móðganir.
Árin liðu og það var nánast hægt að stilla úrið sitt eftir Walter, hann kom alltaf að borða. En dag einn bar svo við að hann kom ekki. Illur grunur læddist að Melina sem fór að kanna málið og sá fljótlega í staðarblaðinu að hann væri látinn.
Skömmu síðar kom lögmaður inn á veitingastaðinn og vildi ræða við hana. Hann færði henni þau tíðindi að Walter væri látinn og að hann hefði árum saman rætt um hlýju og vingjarnleikann sem Melina sýndi honum alltaf. Hann hafði alltaf hlakkað til að fara á veitingastaðinn og hitta hana. Síðan komu stóru fréttirnar því Walter hafði ekki bara talað fallega um hana því hann hafði einnig ánafnað henni 50.000 dollurum í erfðaskrá sinni og bíl að auki.