fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

„Ég var hrædd um að missa dóttur mína“ – Flúði land með dóttur sína af ótta við aðgerðir barnaverndaryfirvalda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 07:18

Silje með dóttur sína. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur norskur ríkisborgari fengið hæli í öðru Evrópulandi. Það er Silje Garmo sem flúði heimaland sitt til Noregs með þá nýfædda dóttur sína. Silje, sem er 37 ára, flúði til Varsjá í maí á síðasta ári því hún óttaðist að norsk barnaverndaryfirvöld myndu taka nýfædda dóttur hennar af henni. Í síðustu viku fékk hún staðfest hjá pólskum yfirvöldum að hún fái hæli í Póllandi um óákveðinn tíma.

Silje hafði verið undir smásjá norskra barnaverndaryfirvalda um hríð. Þetta hófst 2015 en þá vöknuðu grunsemdir hjá barnaverndaryfirvöldum um hæfi og getu Silje til að annast eldri dóttur sína en Silje var talin misnota verkjalyf og það hafi gert líf hennar ruglingslegt og valdið síþreytu hjá henni. Silje flúði til Spánar með dóttur sína til að komast undan norskum yfirvöldum. Lögreglan blandaðist í málið og lýst var eftir Silje á alþjóðavettvangi fyrir að hafa numið dóttur sína á brott.  Hún var fljótlega handtekin á Spáni en málið var fljótlega fellt niður og ekkert meira varð úr því.

Þegar hún eignaðist aðra dóttur 2017 voru starfsmenn barnaverndaryfirvalda á sjúkrahúsinu að sögn Aftenposten. Enn voru uppi efasemdir um getu Silje til að annast barn sitt. Í framhaldinu stakk hún af úr landi.

Í fyrstu fékk hún dvalarleyfi til bráðabirgða í Póllandi en nú hefur hún fengið hælisbeiðni sína samþykkta og nýtur því aukinnar verndar pólskra yfirvalda. Aftenposten hefur eftir henni að hún búi nú á leynilegum stað nærri Varsjá og fái lögregluvernd. Eldri dóttir hennar, sem er 13 ára, býr í Noregi hjá fyrrum unnusta Silje.

Silje fagnaði því að hafa fengið hæli í Póllandi og á Twitter skrifaði hún meðal annars:

Twitterfærsla Silje.

„Réttlætið hefur loksins sigrað.“

Þessi sigur hennar þýðir að nú má hún fá sér vinnu í Póllandi. Aftenposten hefur eftir henni að hún hafi fengið nokkur atvinnutilboð og hlakki til að fara út á vinnumarkaðinn.

Kaþólsku samtökin Ordo Iuris hafa lagt mikið af mörkum til að aðstoða Silje í baráttu hennar fyrir hæli. Formaður samtakanna, Jerzy Kwasniewski, fagnaði ákvörðun pólskra yfirvalda. Í samtali við Aftenposten sagði hann að Silje hafi ekki fengið pólitískt hæli. Hún fái hæli og njóti verndar pólskra yfirvalda þar til staða mála hafi skýrst í Noregi. Hún njóti verndar gegn aðgerðum norskra barnaverndaryfirvalda og þessi vernd gildi svo lengi sem þörf þykir á.

Norsk barnaverndaryfirvöld hafa lengi setið undir ásökunum um að ganga harkalega fram og taka börn frá foreldrum sínum án þess að aðrar leiðir séu fullreyndar. Sex málum er varða norskar barnaverndarnefndir hefur verið skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að sögn The Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy mætti í umdeildan viðtalsþátt Jerry Springer með sínum fyrrverandi og ástkonu hans – Myrt daginn sem þátturinn var sýndur

Nancy mætti í umdeildan viðtalsþátt Jerry Springer með sínum fyrrverandi og ástkonu hans – Myrt daginn sem þátturinn var sýndur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí