Í dag eru nákvæmlega 50 ár síðan mannkynið fékk eina stærstu jólagjöf allra tíma. Á þessum degi árið 1968 var bandaríska geimfarið Apollo 8 á braut um tunglið. Um borð voru þeir Frank Borman, Jim Lovell og Bill Anders. Geimfarið átti að fara tíu hringi um tunglið. Þegar það var að hefja fjórðu hringferðina og var að koma úr skugganum á þeirri hlið tunglsins sem snýr frá jörðinni fyllti blá-hvítur hnöttur út í í útsýni eins glugga geimfarsins.
„Guð minn góður! Sjáið þessa mynd! Þarna er jörðin að koma upp. Vá, hvað þetta er fallegt!“
Sagði Anders og tók meðfylgjandi mynd þar sem heimkynni okkar sjást koma upp yfir yfirborð tunglsins. Þetta er fyrsta litmyndin af jörðinni okkar og góð áminning um þau verðumætu heimkynni sem við eigum og verðum að vernda.