fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfullar og hugsanlega hættulegar bakteríur dafna vel í Alþjóðlegu geimstöðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 15:00

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullar og hugsanlega hættulegar bakteríur, kannski einhverskonar geimbakteríur, hafa fundist í Alþjóðlegu geimstöðinni. Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA fundu fimm tegundir baktería, svipuðum þeim sem er að finna á sjúkrahúsum hér á jörðinni, í geimstöðinni. Þessar bakteríur geta borið smit með sér.

Flestar fundust á klósettinu og í líkamsræktaraðstöðu geimfaranna. Vísindamenn segja að 79% líkur séu á að bakteríurnar geti valdið sjúkdómum en hafa þó þann vara á að rannsóknir hafa aðeins verið gerðar á dauðum bakteríum og að niðurstaðan gæti breyst eftir frekari rannsóknir.

Óttast er að sumar þessara baktería geti verið ónæmar fyrir sýklalyfjum og gætu þannig stefnt lífi geimfaranna í hættu þar sem hefðbundnar læknisaðferðir myndu ekki duga. Engin hætta er þó talin steðja að áhöfn geimstöðvarinnar eins og staðan er nú þar sem bakteríurnar séu ekki enn orðnar það skæðar að þær geti haft áhrif á heilsu fólks. Ekki er talið útilokað að þær geti hinsvegar haldið áfram að þróast og orðið hættulegar heilsu fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga