Flestar fundust á klósettinu og í líkamsræktaraðstöðu geimfaranna. Vísindamenn segja að 79% líkur séu á að bakteríurnar geti valdið sjúkdómum en hafa þó þann vara á að rannsóknir hafa aðeins verið gerðar á dauðum bakteríum og að niðurstaðan gæti breyst eftir frekari rannsóknir.
Óttast er að sumar þessara baktería geti verið ónæmar fyrir sýklalyfjum og gætu þannig stefnt lífi geimfaranna í hættu þar sem hefðbundnar læknisaðferðir myndu ekki duga. Engin hætta er þó talin steðja að áhöfn geimstöðvarinnar eins og staðan er nú þar sem bakteríurnar séu ekki enn orðnar það skæðar að þær geti haft áhrif á heilsu fólks. Ekki er talið útilokað að þær geti hinsvegar haldið áfram að þróast og orðið hættulegar heilsu fólks.