fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tveir handteknir vegna þjófnaðar á silfurmunum að verðmæti allt að 200 milljóna króna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 07:00

Hluti þýfisins. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru handteknir á föstudaginn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir eru grunaðir um innbrot og þjófnað á silfurmunum í september. Verðmæti silfursins er mikið eða sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna. Mununum var stolið úr einbýlishúsi í Gentofte í Kaupmannahöfn.

Lögreglunni tókst einnig að finna þýfið og er það nú aftur á leið til eigandans. Lögreglan hefur farið mjög leynt með rannsókn málsins og skýrði ekki frá gangi hennar fyrr en í gær. Danska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að reiknað sé með að fleiri verði handteknir vegna málsins.

Eigandi silfursins hafði lofað þremur milljónum danskra króna í fundarlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til þess að silfrið myndi finnast. Lögreglan vill ekki upplýsa hvort þau verðlaun verða greidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning