Lögreglunni tókst einnig að finna þýfið og er það nú aftur á leið til eigandans. Lögreglan hefur farið mjög leynt með rannsókn málsins og skýrði ekki frá gangi hennar fyrr en í gær. Danska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að reiknað sé með að fleiri verði handteknir vegna málsins.
Eigandi silfursins hafði lofað þremur milljónum danskra króna í fundarlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til þess að silfrið myndi finnast. Lögreglan vill ekki upplýsa hvort þau verðlaun verða greidd.