Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Hans Fredrik Iversen, trúnaðarmanni hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu, að það sé bara hægt að teygja ákveðið langt á peysu áður en hún slitnar og það hafi kannski verið það sem gerðist í þessu tilfelli, hjúkrunarfræðingarnir hafi ekki komist yfir meira. Iversen hefur starfað á bráðamóttökunni í þrjú og hálft ár og segir að undirmönnum hafi verið stórt vandamál á þessum tíma og hafi farið versnandi undanfarin tvö ár.
Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa varað stjórnendur sjúkrahússins við undirmönnum undanfarin tvö ár án þess að gripið hafi verið til ráðstafana. Það eru því stjórnendur sjúkrahússins en ekki starfsfólkið sem er gagnrýnt í skýrslu fylkislæknisins, sem er æðsta yfirvald heilbrigðismála í fylkinu, um andlát Daniel og hann mælir með að lögreglurannsókn verði hafin á málinu.