fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Afhjúpuðu nasistahóp innan þýsku lögreglunnar – Aðstoðaði hópurinn NSU við morð á innflytjendum?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 08:20

Beate Zschäpe í réttarsal. Hún var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn hlut í voðaverkunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að þýski nýnasistahópurinn NSU myrti að minnsta kosti 10 innflytjendur og lögreglukonu á árunum 2000 til 2011 í Þýskalandi hefur sú hugsun sótt á margar Þjóðverja að hópurinn, sem samanstóð af Beate Zschäpe og tveimur körlum Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt, hafi fengið utanaðkomandi aðstoð. NSU stóð fyrir skotárásum, sprengjuárásum og bankaránum á þessum árum. Beate náðist á lífi en karlarnir tóku eigin líf þegar lögreglan var við að hafa hendur í hári þeirra.

Nú er hugsanlega komið svar við þeirri spurningu og það skelfir marga. Beate var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir sinn þátt í morðunum eftir fimm ára réttarhöld. Í þeim kom aldrei fram hvort NSU hefði notið aðstoðar fleiri. Hver hefði séð hópnum fyrir vopnum og fölsuðum skilríkjum. Talið er öruggt að NSU hefði aldrei náð að starfa svo lengi og leynast svo lengi án utanaðkomandi hjálpar. Við réttarhöldin kom fram að grunur léki á að lögreglumenn hefðu stutt NSU en ekki var hægt að sanna það.

Á sunnudaginn skýrði þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung frá því að komist hefði upp um hóp lögreglumanna í Frankfurt sem eru grunaðir um að vera félagar í samtökum öfgahægrimanna, nýnasista.

Bréf varð hópnum að falli

Í ágúst sendi þessi hópur hótunarbréf til Seda Basay-Yildiz, lögmanns af tyrkneskum ættum, sem varði íslamskan öfgamann í réttarhöldum í Þýskalandi. Hún tengist einnig máli NSU. Í bréfinu stóð meðal annars: „Ógeðslega tyrkneska hóra. Þú færð ekki að skemma Þýskaland. Komdu þér í burtu á meðan þú getur, svínið þitt.“

Bréfið var faxað til hennar. En það sem kom upp um hópinn var að í bréfinu var því hótað að dóttir Basay-Yildiz yrði myrt og fylgdi nafn og heimilisfang dótturinnar með. Þessar upplýsingar voru leynilegar. Undir bréfið var skrifað: „NSU 2.0.“

Við rannsókn málsins kannaði lögreglan hvort lögreglumenn hefðu notað tölvukerfi lögreglunnar til að finna heimilisfang dóttur Basay-Yildiz án heimildar. Í framhaldi að því beindist grunur að fimm lögreglumönnum, fjórum körlum og einni konu, sem deildu nasistamyndum og áróðri í lokuðum spjallhópi á netinu. Lögreglumönnunum hefur nú verið vikið frá störfum á meðan málið er rannsakað.

Lögreglan segir að ekki sé hægt að útiloka að málið sé mun stærra að vöxtum og að mun fleiri lögreglumenn tengist því. Rannsóknin styður grunsemdir sem lengi hafa verið á lofti um að nýnasistar og öfgahægrimenn hafi komið sér fyrir innan þýsku lögreglunnar og skelfir þetta marga Þjóðverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“