Fastur fylgisveinn Línu var apinn hr. Nilson en samband þeirra var ekki alltaf upp á það besta. Þessu skýrði Inger nýlega frá í fyrsta sinn.
„Hann (hr. Nilson, innskot blaðamanns) virðist vera virkilega sætur og góður en eiginlega var hann bara góður við fjölskylduna sem átti hann. Ég held að honum hafi liðið illa á tökustað.“
Sagði hún í samtali við Expressen. Hún sagði að apinn hafi greinilega verið mjög spenntur á meðan á tökum stóð og hafi liðið illa. Ástandið var svo slæmt um hríð að framleiðendurnir ákváðu að binda apann fastan við Inger til að hann gæti ekki stungið af. Þetta sáu áhorfendur ekki því bandið var hulið undir peysu apans.
Inger sagði að eftir á að hyggja hafi ekki verið farið vel með apann enda hafi viðbrögð hans verið ofsafengin. Hann hafi „bitið, mígið og skitið“ á hana við hvert tækifæri.
En samband hennar og annarra við hestinn, sem var notaður við upptökurnar, var mun betra og varð til þess að Inger fékk sér síðar hest.