fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hetjudáð sorphirðumannsins og ótrúlegt lífshlaup gömlu konunnar – „Þetta stóra græna skrímsli kom akandi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 08:04

Margaret og Dane. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir skógareldar herjuðu á Kaliforníu í nóvember og urðu tugum að bana auk þess sem eignatjónið var gríðarlegt. Það er á stundum sem þessum sem venjulegt fólk breytist eiginlega í hetjur og sýnir svo sannarlega hvað í því býr.

Einn þeirra er sorphirðumaðurinn Dane Ray Cummings. Hann hefur séð um sorphirðuna í sömu götunum í átta ár. Þegar yfirmaður hans sagði honum þann 8. nóvember að eldarnir væru komnir of nálægt svæði hans og að hann ætti að yfirgefa það strax var hann ekki reiðubúinn til þess. Yfirmaður hans taldi enga ástæðu til að Dane hætti lífi sínu fyrir sorp.

Dane hafði það heldur ekki í hyggju en hann þekkti marga íbúa á svæðinu og vissi að þar bjuggu margir eldri borgarar og hafði áhyggjur af velferð þeirra þar sem ekki var víst að þeir væru allir búnir að yfirgefa heimili sín.

Í samtali við WRAL TV sagði Dane að hann hafi ákveðið að stoppa heima hjá eldra fólki á svæðinu sínu og segja þeim að eldurinn nálgaðist og ganga úr skugga um að það gæti komist á brott. Hann var búinn að stoppa hjá 45-50 manns þegar hann kom að heimili Margaret Newsum. Hún er 93 ára og eins og alla aðra morgna hafði hún eldað sér hafragraut og horft á fréttir.

Þegar hún heyrði að eldhafið nálgaðist varð hún óróleg því hún vissi ekki hvernig hún gæti komist á brott því hún átti enga ættingja í nágrenninum sem gátu hjálpað henni. Hún ákvað því að fara út á götu og bíða í þeirri von að einhver vinsamleg sál hefði pláss fyrir hana í bíl sínum. Nokkrum mínútum síðar birtist Dane á græna rusalbílnum sínum.

„Ég fór út og stóð framan við veröndina þegar þetta frábæra, stóra, græna skrímsli kom akandi og í því var kær vinur minn sem sér um sorphirðuna. Og hann sagði: „Þú getur ekki verið hér. Þú verður að fara á brott, af hverju ertu enn hér?““

Margaret.

Þegar Dane áttaði sig á að Margaret hafði engan til að aðstoða sig ákvað hann að brjóta reglur og taka hana með í ruslabílnum. Þau eyddu næstu fimm klukkustundum saman í ruslabílnum og ræddu um heima og geima. Dane hafði enga hugmynd um hversu áhugavert líf Margaret hafði verið. Hún hafði fengið krabbamein þrisvar og sigrast á því. Hún hafði sungið með Frank Sinatra, Sammy Davis Junior og Dean Martin og auk þess sá hún með eigin augum þegar Japanir réðust á Pearl Harbour.

Þetta kom Dane mjög á óvart enda hafði þetta aldrei borið á góma í öll þau ár sem hann hafði hirt sorp hjá henni og þegið kökur hjá henni.

„Ég vildi að ég hefði þekkt hana þegar hún var yngri, ég hefði kvænst henni. Þetta er besta samtal sem ég hef nokkru sinni átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið