Ekstra Bladet segir að þung andvörp hafi heyrst þegar dómurinn var kveðinn upp. Hinn ákærði tók sér umhugsunarfrest til að ákveða hvort hann áfrýjar honum.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekið skellinöðrunni sem 4 til 6 skotum var skotið frá á bíl lögreglumannanna í Mjølnerparken á Norðurbrú. Annar lögreglumannanna sagði fyrir dómi að skellinaðran hafi verið stöðvuð í um fimm metra fjarlægð frá ómerkta lögreglubílnum. Farþeginn hafi síðan horft beint inn í lögreglubílinn, dregið upp skammbyssu og beint að þeim. Lögreglumennirnir köstuðu sér niður og heyrðu skotum hleypt af. Skotin lentu í lögreglubílnum og fóru nærri lögreglumönnunum.
Auk morðtilraunarinnar var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa verið með vopn í fórum sínum og hótanir. Þar sem dómurinn taldi þetta tengjast átökum glæpagengja á sérstakt refsiákvæði í hegningarlögunum við en samkvæmt því er refsingin tvöfalt hærri en annars væri.
Hinir tveir ákærðu voru sýknaðir af ákæru um morðtilraun en annar þeirra var sakfelldur fyrir að vera með vopn í fórum sínum og hótanir.