BBC skýrir frá þessu. Næsta dag leið yfir hana og hún var flutt á sjúkrahús og lögð inn enda var hún meðvitundarlaus. Ekki leið á löngu áður en læknar gátu ekkert gert til að bjarga lífi hennar.
Móðir hennar, Diana Johnston, sagði í samtali við BBC að hún hafi spurt hvort ekki væri hægt að draga nokkrar tennur úr í einu en hafi fengið þau svör að það væri ekki hægt og því hafi hún farið í þessa stóru aðgerð. Hún sagði að Rachel hafi verið í góðu skapi eftir aðgerðina en næsta dag hafi verið hringt frá sambýlinu, þar sem hún bjó, og henni sagt að Rachel væri veik. Það blæddi mikið úr henni og tunga hennar var bólgin.
„Hún lá bara þarna, eins og hún væri líflaus.“
Sagði Diana.
Tíu dögum síðar var slökkt á öndunarvélinni sem hafði haldið henni lifandi síðan hún var flutt á sjúkrahús.
Málið hefur vakið athygli á þeirri meðferð sem fatlaðir fá í breska heilbrigðiskerfinu og fleiri hafa svipaða sögu að segja og Diana þar sem allar tennurnar hafa verið dregnar úr fötluðu fólki.
Heilbrigðisyfirvöld eru nú að rannsaka andlát Rachel.