fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ungur maður skotinn til bana í Stokkhólmi – Meintur morðingi sneri aftur á vettvang

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 05:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana Enskede í Stokkhólmi á þriðja tímanum í gær. Aftonbladet segir að þrír menn hafi ruðst inn í íbúð mannsins og skotið hann mörgum skotum í höfuðið.

Lögreglan staðfesti klukkan 18 í gær að maðurinn hefði látist af völdum áverka sinna. Aftonbladet segir að einn hinna grunuðu hafi verið handtekinn í gær en hann blandaði sér í hóp forvitinna áhorfenda og tók sér stöðu utan við morðvettvanginn. Lögreglumenn báru kennsl á hann og handtóku.

Við handtökuna kom til óláta og átaka á vettvangi þegar um 10 karlmenn brugðust illa við handtökunni. Lögreglan var fjölmenn á vettvangi, þar á meðal sérsveitarmenn, og var mönnunum raðað upp við húsvegg og látnir standa þar í langa stund á meðan lögreglan leitaði á þeim og sinnti öðru sem þurfti að sinna.

Fórnarlambið var þekktur í undirheimunum en hann hlaut dóm í sumar fyrir ofbeldisverk. Hann hafði einnig setið í fangelsi fyrir gróf afbrot að sögn Expressen. Hann er einnig talinn tengjast tveimur morðum í Hallonbergen í Stokkhólmi í nóvember en þá voru tveir menn á þrítugsaldri skotnir til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“