fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 08:25

Mynd úr safni. Mynd:Show Robots

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er góður í stærðfræði en ég vil líka læra að teikna og semja tónlist.“ Þetta sagði hátt, hvítt rússneskt vélmenni við áhorfendur um leið og það dansaði á sviðinu í ungmennaþætti rússnesku sjónvarpsstövarinnar Russia-24 um vélmenni og tækni tengda þeim. Sjónvarpsstöðin, sem er í eigu ríkisins, sagði vélmennið vera „eitt það fullkomnasta, sem til væri. En ekki var allt sem sýndist í þessu.

Enginn hafði áður heyrt eða séð þetta mjög svo greinda vélmenni og ástæðan fyrir því er góð. Vélmennið, sem var nefnt Boris, er ekki vélmenni. Hér var einfaldlega um mann að ræða sem klæddist vélmennabúningi. BBC skýrir frá þessu auk nokkurra annarra erlendra fjölmiðla.

Það voru bloggarar á rússnesku heimasíðunni Tjournal sem voru árvökulir og uppgötvuðu þetta. Þeir tóku eftir að engir skynjarar voru á vélmenninu, hreyfingar þess þóttu þeim full mannlegar auk annarra misbresta. Þeir komu því upp um sannleikann.

Síðan fóru myndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem mannsháls sást á milli höfuðs og líkama vélmennisins. Síðan var mynd dreift sem sýndi mann í búningnum en án höfuðfatsins.

Og hér sést höfuð stjórnanda vélmennisins.

Fyrirtækið Show Robots bar síðan kennsl á vélmennabúninginn sem er hægt að kaupa fyrir sem svarar til rúmlega 400.000 íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð