Men‘s Health skýrir frá þessu. Fram kemur að mest sé horft á klám á sunnudögum. En af hverju á sunnudögum? Það er ekki vitað með vissu en kannski er fólk ekki eins stressað á sunnudögum og öðrum vikudögum og á þá auðveldara með að slaka á og horfa á klám.
Það er vinsælast að horfa á klám á milli klukkan 22 og 24 á virkum dögum. Um helgar er hins vegar mikið horft á klám á morgnana.
Það er horft á klám alla daga en síst á föstudögum. Þá er vinnuvikunni að ljúka hjá flestum og fólk kannski þreytt og önnum kafið að undirbúa helgina. Nú eða það fer út að skemmta sér og hefur engan tíma fyrir klám.