Þrír fyrirsvarsmenn hofsins hafa verið handteknir vegna málsins. Við vígsluna fengu gestir hrísgrjóna- og grænmetisrétti. Sumir gestanna segja að þeim hafi verið boðið upp á hrísgrjón í tómötum auk vatns og hafi þetta lyktað undarlega.
Uppköst, niðurgangur, öndunarörðugleikar og froða í munnvikum voru helstu einkenni eitrunarinnar. Tvö börn eru á meðal hinna látnu.
Þetta gerðist í Karnataka í suðurhluta landsins. Lögregluna grunar að óþekktir aðilar hafi sett skordýraeitur í matinn. Ekki er talið útilokað að deilur tveggja hópa hafi orðið til þess að eitur var sett í matinn.