Málið er nú til meðferðar hjá undirrétti en níu menn á aldrinum 18 til 47 ára eru ákærðir í því. Margir þeirra hafa áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot en aðrir hafa aldrei komið við sögu lögreglunnar áður. Um er að ræða Norðmenn og útlendinga að sögn TV2.
Lögreglan telur að um skipulagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða og því eru mennirnir ákærðir samkvæmt svokölluðu mafíuákvæði hegningarlaganna en ef sakfellt er samkvæmt því er refsingin þyngri en ella og getur orðið allt að 21 árs fangelsi.